Auðvelt
Himneskt pasta er framleitt úr lífrænt ræktuðu ítölsku korni. Hægt er að velja penne úr heilhveiti eða pasta úr heilmöluðu spelti. Grófar kornvörur eru trefjaríkari en fínar kornvörur, og því upplagt að velja gróft pasta fyrir heilsusamlegt mataræði.
Pastasalat
250 g heilhveiti penne
150 g heimagert pestó (eða pestó frá Himneskt)
50 g spínat
150 g soðnar kjúklingabaunir
ólífur eftir smekk
50 g ristuð graskerjafræ
Heimagert pestó
50g ristaðar heslihnetur
25g fersk basilíka
10g ferskur kóríander
2 msk næringarger
safi og hýði af 1 sítrónu
2 dl ólífuolía
1-2 hvítlauksrif
1 tsk sjávarsaltflögur
Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningunum á pakkanum.
Á meðan pastað sýður er upplagt að búa til pestóið.
Til að búa til pestóið: setjið ristaðar heslihnetur, ferska basilíku, ferskan kóríander, næringarger, hýði og safa af sítrónu, ólífuolíu, hvítlauksrif og sjávarsalt í matvinnsluvél og maukið.
Þegar búið er að sigta vatnið af pastanu er gott að blanda því saman við pestóið svo það smjúgi vel inn í pastað.
Setjið spínat, kjúklingabaunir og ólífur út á hvern disk og blandið saman.
Stráið ristuðum graskerjafræjum yfir.