Til baka

Til baka

Til baka

Auðvelt

Hummus

Hummus

Þessi hummus er mjög ljúffengur, æðislegt að bera hann fram með niðurskornu fersku grænmeti og maískökum, en líka frábær í vefjur og pítur eða sem álegg á brauð.

Vegan

Vegan

Vegan

Hráefni
Hráefni

3 msk sítrónusafi 
1-2 hvítlauksrif, saxað 
1 tsk sjávarsaltflögur 
1/16 tsk cumin  
2-3 msk tahini 
2 msk jómfrúar ólífuolía 
2-4 msk vökvi úr baunakrukkunni eða vatn 
1 krukka kjúklingabaunir

Aðferð
Aðferð

Ef þið eigið mjög kröftugan blandara er hægt að nota hann, annars er matvinnsluvél eða töfrasproti góður kostur.

Setjið sítrónusafa og saxaðan hvítlauk fyrst í tækið sem þið notið og leyfið að standa á meðan þið finnið restina til.

Hellið vökvanum af kjúklingabaununum og geymið vökvann í skál.

Ef þið nennið að afhýða kjúklingabaunirnar þá verður hummusinn extra mjúkur, en það má alveg sleppa þessu skrefi. (Þá eru kjúklingabaunirnar settar á skurðarbretti, höndunum rúllað yfir þær, þá losnar hluti af hýðinu frá, pillið það í burtu eins og þið nennið, ef þið nennið, þarf ekki).

Bætið nú saltflögum, cumin, tahini, ólífuolíu og 2 msk vatn/baunavatni út í sítrónusafann og hvítlaukinn.

Þeytið í smá stund. Bætið svo kjúklingabaununum út í og maukið. Ef þetta er of þykkt er gott að bæta við 2 msk af baunasoði/vatni út í.

Berið fram með niðurskornu grænmeti og maískökum eða smyrjið á gott brauð eða notið í vefju eða pítubrauð.