Til baka

Til baka

Til baka

Miðlungs

Brokkolíní skál

Brokkolíní skál

Nærandi skál með grænmeti, baunum og ljúffengri dressingu

Vegan

Vegan

Vegan

Glútenlaus

Glútenlaus

Glútenlaus

Hráefni
Hráefni

1 sæt kartafla
1 dl soðnar kjúklingabaunir 
1-2 msk ólífuolía 
1 tsk sjávarsaltflögur 
1 tsk karrýduft  
6 brokkolíní sprotar (eða brokkolí)
½ rauðlaukur
1 msk balsam edik 
kjarnar úr ¼ granatepli 
3-4 þurrkaðar aprikósur, smátt skornar 
1 msk kapers 
1 msk ristuð graskersfræ

Dressing 
1 dl ólífuolía 
½ - 1 tsk sjávarsaltflögur 
nýmalaður svartur pipar 
1 msk sinnep 
1 sítróna, safinn og hýðið
¼ tsk timían 
1-2 hvítlauksrif, marin

Aðferð
Aðferð

Byrjið á að hita ofninn í 180°C.

Afhýðið sætu kartöfluna og skerið í 2x2 cm teninga.

Setjið sætkartöflubitana, kjúklingabaunirnar, ólífuolíu, salt og karrýduft á ofnplötu og bakið við 180°C í ca 20 mínútur eða þar til sætu kartöflurnar eru byrjaðar að fá gylltan lit og eru bakaðar í gegn.

Á meðan grænmetið bakast í ofninum, snöggsteikið brokkolíní á heitri pönnu með smá óífuolíu. Skerið rauðlaukinn í þunnar sneiðar og setjið laukinn síðan í skál og hellið balsam edikinu yfir og blandið saman.

Allt hráefnið í dressinguna er sett í krukku og hrist saman.

Raðið að lokum öllu fallega í 2 skálar og berið fram með dressingu.