Til baka

Til baka

Til baka

Til baka

Miðlungs

Tófú skál

Tófú skál

Ristaða sesam olían okkar og tamari sósan eru frábærar í alls kyns marineringar og sósur. Hér notum við þær ásamt engiferskotinu til að marinera tófú í ljúffenga sushi skál.

Innihald

Innihald

200g tófú, skorið í bita og marinerað

marinering:

2 msk tamarisósa

1 msk ristuð sesamolía

1 msk engiferskot

1 msk hlynsíróp eða agave

1 tsk sítrónusafi


150g hrísgrjón

150g edamame (frosnar baunir)

100g agúrka, skorin í 1x1cm teninga

100g vatnsmelónur, skornar í 2x2 cm teninga

1 avókadó, skorið í 1x1 cm teninga

50g pikklaður engifer

50g radísur, skornar í þunnar sneiðar (t.d. á mandólíni)

2 msk gomasio (sjá uppskrift undir meðlæti-kryddblöndur, eða notið salt og sesamfræ í staðinn)

Uppskrift

Uppskrift

Tófú:
Blandið marineringunni saman og látið tófúbitana marinerast, t.d. í 30 mín.
Bakið við 200°C í 20 mínútur

Hrígrjón:
Soðin samkvæmt leiðbeiningunum á pakkanum.

Skerið niður grænmetið og hellið soðnu vatni yfir edamame baunirnar.

Setjið í 2 skálar, væna kúlu af hrísgrjónum i miðjuna og raðið grænmetinu og tófúinu í kringum þau.

Setjið smá gómasíó yfir hrísgrjónin. Ef þið eigið ekki gómasíó (uppskrift finnið þið undir meðlæti-kryddblöndur) þá getið þið notað smá salt og sesamfræ í staðinn.

Vörur í uppskrift

Vörur í uppskrift

Vörumerki

Ferskar

Himneskt

Company

About Himneskt

Contact Us

Apply for a job

Opening Hours

Contact

+354 530 5600

upplysingar@adfong.is

Skútuvogur 7, 104 Reykjavík

Cookie Settings

Privacy Policy

©

2025

Aðföng.