Til baka

Til baka

Til baka

Til baka

Auðvelt

Perugrautur

Perugrautur

Þessi lúxus chiagrautur er bragðgóður og saðsamur og gefur góða orku inn í daginn. Okkur finnst frábært að útbúa grautinn kvöldið áður og eiga tilbúinn graut í krukku í morgunsárið. Grauturinn er líka mjög gott millimál/nesti.

Innihald

Innihald

½ dl chiafræ

½ dl haframjöl eða tröllahafrar

3 dl mjólk að eigin vali (t.d. hafra, möndlu eða kókos)

¼ tsk vanilla (dropar eða duft)

1 msk kakóduft

1 ½ msk hnetusmjör, gróft

2 smátt saxaðar döðlur

1-2 pera skorin í bita

Uppskrift

Uppskrift

Setjið allt hráefnið nema perubitana í skál eða krukku og hrærið vel saman, látið annað hvort standa í kæli yfir nótt, eða bara í  u.þ.b. 10 mínútur og hrærið aðeins með gaffli af og til. Eða, ef þið eigið hrærivél er mjög þægilegt að setja allt (nema peruna) í hrærivél og láta ganga í allt að 20 mín, þetta gefur góða áferð. Bætið svo ferskum perubitunum útá og njótið! Grauturinn geymist í lokuðu íláti í kæli í 2-3 daga, en gott er að bæta perunum ferskum út á í hvert sinn. Ef perurnar eru geymdar í grautnum fá þær svipaða áferð og niðursoðnar perur, sem sumum finnst gott, en það styttir aðeins geymsluþolið. 

Vörur í uppskrift

Vörur í uppskrift

Vörumerki

Ferskar

Himneskt

Company

About Himneskt

Contact Us

Apply for a job

Opening Hours

Contact

+354 530 5600

upplysingar@adfong.is

Skútuvogur 7, 104 Reykjavík

Cookie Settings

Privacy Policy

©

2025

Aðföng.