Til baka

Til baka

Til baka

Til baka

Auðvelt

Morgungrautar hlaðborð

Morgungrautar hlaðborð

Að borða morgungraut saman, þegar tími gefst til, getur verið fín samverustund áður en allir halda út í daginn sitt í hvora áttina. En ekki hafa allir sama smekk. Sumum finnst einfaldleikinn bestur og vilja helst bara hefðbundinn hafragraut með mjólk og kanil, á meðan aðrir vilja alltaf vera að prófa eitthvað nýtt og spennandi.

Í staðinn fyrir að bera fram margar tegundir af morgunmat getur verið sniðugt að útbúa einfaldan hafragraut og bera hann fram í pottinum. Hafa síðan meðlæti til hliðar sem hver og einn velur í sína skál, t.d. mjólk, kanilsykur og eitthvað bragðmeira að auki.

Þetta getur verið mjög einfalt eins og að hafa opna hnetusmjörskrukku á borðinu og skera eitt epli í bita. Eða að rista fræ og hnetur á pönnu, bera fram ferska ávexti/ber í skál, eða búa til girnilegt mauk úr frosnum berjum.
Svo getur hver skammtað sér graut í sína skál og fengið sér "toppings" eftir sínum smekk. Kanilsykur og mjólk, eða eitthvað úr öllum meðlætisskálunum og allt þar á milli.
Svo getur það jafnvel gerst með tímanum að þeir allra íhaldsömustu freistist til að prufa eitthvað nýtt.

Hér er hugmynd að einföldu en góðu morgungrautar hlaðborði.

Vörur í uppskrift

Vörur í uppskrift

Vörumerki

Ferskar

Himneskt

Company

About Himneskt

Contact Us

Apply for a job

Opening Hours

Contact

+354 530 5600

upplysingar@adfong.is

Skútuvogur 7, 104 Reykjavík

Cookie Settings

Privacy Policy

©

2025

Aðföng.