Auðvelt
5 dl vatnsmelóna í bitum (2 vænar sneiðar)
2 tepokar Detox frá PUKKA
50-100g spínat
2 ½ dl frosin vínber (Þrífið vínberin kvöldið áður og setjið í frysti.)
Afhýðið vatnsmelónuna, skerið í bita og setjið í blandarann. Opnið tepokana og hellið innihaldinu út í blandarann og blandið smástund. Bætið spínatinu út í og blandið vel saman. Endið á að setja vínberin út í nokkur í einu og blandið öllu saman.