Til baka

Til baka

Til baka

Til baka

Auðvelt

Endurnýttar krukkur

Endurnýttar krukkur

Það getur verið hagkvæmt og umhverfisvænt að endurnýta krukkur undan matvöru. Krukkur eru til margs nýtilegar og það getur sparað okkur útgjöld að þurfa ekki að kaupa ný ílát fyrir hitt og þetta. Krukkur eru mun fallegri þegar búið er að hreinsa gamla miða og lím af þeim, og við lumum einmitt á góðum húsráðum.

Síðsumars seljast nýjar tómar krukkur eins og heitar lummur, þá er mikið verið að sulta allskyns ber og góðgæti. Endrunýttar krukkur eru auðvitað ekkert síðri í sultugerðina 

Krukkur eru líka frábær ílát fyrir chiagrauta, eða sósur, pestó og hummus. Við getum geymt matarafganga í krukkum inni í kæli, við getum tekið nesti með okkur í krukkum. Og hægt er að frysta mat (t.d. súpur og pottrétti) í glerkrukkum, bara passa að fylla krukkuna ekki meira en 3/4 og kæla matinn fyrst. Flöskur eru frábærar undir heimagerða möndlumjólk og sjeika. Hægt er að breyta uppáhalds krukkunni eða flöskunni í take away ílát fyrir kaffi eða heita súpu með því að hekla hitahlíf utan um, sem bæði heldur hita á innihaldinu og ver fingurna.

Sumir nota krukkur til að geyma hráefni úr opnuðum plast pakkningum, t.d. hnetur, fræ, þurrkaða ávexti, grjón og þess háttar. Svo má geyma allskyns smádót í fallegum krukkum, t.d. klink, penna, tölusafnið, tvinna ofl. Hægt er að breyta krukkum í kertastjaka, blómavasa, nota þær undir gjafir, láta fræ spíra í þeim, möguleikarnir eru nær endalausir. Þegar ekki er lengur pláss eða not fyrir fleiri krukkur má síðan senda restina í endurvinnslu á gleri í sérstaka gler gáma.


Vörur í uppskrift

Vörur í uppskrift

Vörumerki

Ferskar

Himneskt

Company

About Himneskt

Contact Us

Apply for a job

Opening Hours

Contact

+354 530 5600

upplysingar@adfong.is

Skútuvogur 7, 104 Reykjavík

Cookie Settings

Privacy Policy

©

2025

Aðföng.