Til baka
Vinningsborgarinn
Hráefnið fyrir 4
4 stk 120 gr Íslandsnaut hamborgarar
McCormick hamborgarakrydd
4 sneiðar parmaskinka
4 sneiðar camenbert-ostur
4 stk hamborgarabrauð
Íslandsnaut Bernaise-sósa
Klettakál
4 sneiðar rauðlaukur
4 stk hvítlauksgeiri, fínt saxaður
Aðferðin
Léttkryddið hamborgara með McCormick hamborgarakryddi og grillið hann þar til safinn kemur upp, snúið honum þá við og leggið parmaskinku og Camembert-ost ofan á, grillið í u.þ.b. 2 mín. Hitið hamborgarabrauð aðeins á grillinu. Setjið bernaise-sósu á botnbrauðið og hyljið hana með klettakáli, nokkrum laukhringjum og fínt söxuðum hvítlauk. Leggið hamborgarann ofan á og toppið með brauði ef þið viljið nota það. Með þessu er best að hafa nýuppteknar, rauðar kartöflur, skornar í báta og grillaðar í ofni með íslenskri smjörklípu þar til þær eru bakaðar í gegn. Alveg frábært, prófið ef þið þorið!
Fleiri uppskriftir
Ribeye
Það er ekkert eins gott og vel eldað ribey, hér ertu með uppskrift af ribey nautalund sem kitlar bragðlaukana.
Hakk og spagettí
Við kynnum fyrsta flokks íslenskt nautakjöt frá Íslandsnauti – fullkomnað með dásamlegri spagettí uppskrift Íslandsnaut býður aðeins fyrsta flokks íslenskt nautakjöt.
Smash style borgari
Smash hamborgarar hafa notið mikilla vinsælda og bjóða upp á bragðmikla útgáfu af hefðbundnum hamborgara.