Til baka
Vegan "ommeletta"
Frábærar morgunverðar pönnukökur úr kjúklingabaunamjöli.
Pönnukökur:
100g kjúklingabaunamjöl (garbanzo)
1 msk næringarger
½ tsk salt
¼ tsk turmerik
¼ tsk reykt paprika
½ dl ólífuolía (Himnesk)
1 tsk tamarisósa (Himnesk)
300ml vatn
Fylling:
Kartöflubátar (búið að baka)
Avókadó
Bakaðar baunir
Spínat
Spicy mayo
Byrjið á að baka kartöflubáta, eða notið afgangs kartöflur frá deginum áður.
Setjið kjúklingabaunamjöl og krydd í skál/hrærivélaskál og blandið saman.
Bætið olíu, tamarisósu og vatni út í og hrærið þar til þetta verður að kekklausu deigi.
Gott að nota hrærivél eða handþeytara.
Hitið olíu á pönnu og steikið pönnukökurnar ca 1 mín hvor hlið.
Setjið spínat, kartöflubáta, bakaðar baunir, avókadó og spicy mayo á annan helming pönnukökunnar, brjótið hinn helminginn yfir og njótið.
Fleiri uppskriftir
Ribeye
Það er ekkert eins gott og vel eldað ribey, hér ertu með uppskrift af ribey nautalund sem kitlar bragðlaukana.
Hakk og spagettí
Við kynnum fyrsta flokks íslenskt nautakjöt frá Íslandsnauti – fullkomnað með dásamlegri spagettí uppskrift Íslandsnaut býður aðeins fyrsta flokks íslenskt nautakjöt.
Smash style borgari
Smash hamborgarar hafa notið mikilla vinsælda og bjóða upp á bragðmikla útgáfu af hefðbundnum hamborgara.