Til baka
Tommaborgari
Hráefnið fyrir 4
480 gr Íslandsnaut gúllas
4 stk hamborgarabrauð, helst án sesamfræja
4 stk af 26% brauðosti
1 stk laukur, fínt saxaður
4 stk tómasneið
Iceberg-salat
Tómatsósa
Sinnep
Majónes
Salt
Pipar
Aðferðin
Hakkið nautagúllas gróft og mótið hamborgara úr hakkinu, hægt er að pressa hann niður með disk eða niðursuðudós. Glóðið hamborgarann á útigrilli við mikinn hita (má líka steikja á pönnu). Snúið borgaranum við, kryddið með salti og hvítum pipar og leggið ostsneið ofan á. Hitið hamborgarabrauð á grindinni yfir grillinu eða pönnunni, það má ristast örlítið. Setjið hamborgarann ofan á neðri brauðhelminginn, leggið salatblað, tómatsneið og saxaðan lauk ofan á og sprautið sósum yfir. Mest er sett af tómatsósu, svo majónes og loks örlítið sinnep eftir smekk.
„Það er þess virði að kaupa aðeins dýrara kjöt og hafa gæðin í lagi. Hamborgara úr góðu nautakjöti er í lagi að hafa léttsteiktan fyrir þá sem vilja. Síðan er gott að steikja 3 beikonsneiðar og setja ofan á ostinn eftir að hamborgarinn er kominn af pönnunni.“
Fleiri uppskriftir
Ribeye
Það er ekkert eins gott og vel eldað ribey, hér ertu með uppskrift af ribey nautalund sem kitlar bragðlaukana.
Hakk og spagettí
Við kynnum fyrsta flokks íslenskt nautakjöt frá Íslandsnauti – fullkomnað með dásamlegri spagettí uppskrift Íslandsnaut býður aðeins fyrsta flokks íslenskt nautakjöt.
Smash style borgari
Smash hamborgarar hafa notið mikilla vinsælda og bjóða upp á bragðmikla útgáfu af hefðbundnum hamborgara.