Til baka
Sveinsborgari
Hráefnið fyrir 4
4 120 gr Íslandsnaut hamborgarar
4 stk hamborgarabrauð
8 msk smjörvi
12 stk meðalstórir, íslenskir sveppir, skornir í þunnar sneiðar
2 stk laukur, skorinn í sneiðar
8 stk ost sneiðar
Bleika sósan
Hvítlauks- og eða steinseljukrydd eftir smekk
Season all eða Broil Steak-krydd
Nýmalaður Pipar
Tómatsósa
Sinnep
Aðferðin
Bræðið smjörva á pönnu og steikið sveppi. Kryddið yfir með hvítlauks- og steinseljukryddi. Bætið lauksneiðum á pönnuna þegar sveppirnir eru farnir að dökkna svolítið, léttsteikið þær og takið í sundur svo úr verði hringir. Takið grænmetið af pönnunni og steikið hamborgara á henni, ekki skola pönnuna. Kryddið yfir borgarann með Season all og svörtum pipar og steikið þar til örlítið blóð kemur upp úr honum, snúið honum þá við. Leggið ost ofan á og steikið áfram þar til osturinn er bráðnaður. Pannan ætti að vera nokkuð þurr þegar þarna er komið sögu. Leggið hamborgarabrauð á pönnuna með sárin niður og steikið það þannig svolitla stund. Raðið sveppum á neðra hamborgarabrauðið og dreifið bleikri sósu ofan á, leggið hamborgarann á og toppið með laukhringjunum og sveppunum, tómatsósu og svolitlu sinnepi. Lokið hamborgaranum með efra brauðinu og voila!
Fleiri uppskriftir
Ribeye
Það er ekkert eins gott og vel eldað ribey, hér ertu með uppskrift af ribey nautalund sem kitlar bragðlaukana.
Hakk og spagettí
Við kynnum fyrsta flokks íslenskt nautakjöt frá Íslandsnauti – fullkomnað með dásamlegri spagettí uppskrift Íslandsnaut býður aðeins fyrsta flokks íslenskt nautakjöt.
Smash style borgari
Smash hamborgarar hafa notið mikilla vinsælda og bjóða upp á bragðmikla útgáfu af hefðbundnum hamborgara.