Til baka
Súkkulaði og hindberjasmoothie
Ljúffengur súkkulaði-avókadósmoothie með frískandi hindberjamauki í botninum. Þessi smoothie er tilvalinn í morgunsárið eða sem millimál, þegar við þrufum smá dekur. Hægt er að breyta þessum smoothie í desert með því að auka á döðluskammtinn, eða bæta við öðrum sætugjafa eins og t.d. hlynsírópi.
Súkkulaðismoothie
1 þroskað avókadó
2 dl haframjólk
1 lúka gott spínat eða grænt kál
1 banani
2 msk kakóduft
½ tsk vanilla
örlítið sjávarsalt
Bleikur botn
1 dl hindber, ef frosin leyfið aðeins að þiðna
¼ epli, rifið eða skorið í litla bita
1 tsk engiferskot (eða rifinn engifer)
Setjið hráefnið í súkkulaðismoothie-inn í blandarann og blandið vel saman. Hellið yfir bleika botninn. Smoothie-inn þykknar aðeins ef þið látið standa í smá stund. Njótið með skeið, eða skellið loki á krukkuna og geymið í kæli og njótið síðar.
Fleiri uppskriftir
Ribeye
Það er ekkert eins gott og vel eldað ribey, hér ertu með uppskrift af ribey nautalund sem kitlar bragðlaukana.
Hakk og spagettí
Við kynnum fyrsta flokks íslenskt nautakjöt frá Íslandsnauti – fullkomnað með dásamlegri spagettí uppskrift Íslandsnaut býður aðeins fyrsta flokks íslenskt nautakjöt.
Smash style borgari
Smash hamborgarar hafa notið mikilla vinsælda og bjóða upp á bragðmikla útgáfu af hefðbundnum hamborgara.