Til baka
Súkkulaði granóla
Þurrefnin
6 dl tröllahafrar
5 dl kókosflögur
3 dl saxaðar möndlur og heslihnetur (eða brasilíuhnetur eða kasjúhnetur)
3 msk chiafræ
½ dl kókospálmasykur (má sleppa ef þið viljið minna sætt)
Sósan
1 dl kakóduft
¾ dl kókosolía
¾ dl hlynsíróp
1 tsk vanilla
½ tsk kanill
Blandið hráefninu fyrir sósuna í sér skál (eða hitið aðeins í potti og hrærið saman).
Setjið öll þurrefni í stóra skál. Hellið sósunni yfir þurrefnin og blandið vel saman, passið að sósan fari yfir allt hráefnið.
Setjið bökunarpappír á 2 ofnskúffur. Dreifið vel úr blöndunni, passið að ekki séu of stórir klumpar. Bakið við 160°C á blæstri í u.þ.b 10 - 15 mín. Hrærið í á um 5 mín fresti. (Ofnar eru alltaf aðeins misjafnir, fylgist vel með að múslíið brenni ekki við og metið aðeins hversu lengi það þarf að vera inni).
Látið múslíið alveg kólna áður en sett í krukkur til að haldist stökkt og gott. (Ef þið viljið bæta rúsínum, trönuberjum eða öðrum þurrkuðum ávöxtum út í er best að bæta þeim við eftir á).
Fleiri uppskriftir
Ribeye
Það er ekkert eins gott og vel eldað ribey, hér ertu með uppskrift af ribey nautalund sem kitlar bragðlaukana.
Hakk og spagettí
Við kynnum fyrsta flokks íslenskt nautakjöt frá Íslandsnauti – fullkomnað með dásamlegri spagettí uppskrift Íslandsnaut býður aðeins fyrsta flokks íslenskt nautakjöt.
Smash style borgari
Smash hamborgarar hafa notið mikilla vinsælda og bjóða upp á bragðmikla útgáfu af hefðbundnum hamborgara.