Til baka
Siggaborgari
Hráefnið fyrir 4
650 gr Íslandsnaut nautahakk
2 stk hvítlauksgeirar, maukaðir
1/2 laukur, fínt saxaður
2 stk egg
1 msk Cajun-krydd (Bayou Cajun frá McCormick)
1/3 stk chili-aldin, fínt saxað
2/3 stk piparostur,rifinn
Salt
Nýmalaður Pipar
4 stk hamborgarabrauð
Hvítlaukssósa
Grænmeti, eftir smekk
Guacamole
Aðferðin
Blandið öllu saman og mótið borgara. Grillið borgarana eða steikið á pönnu, passið bara að þeir séu steiktir í gegn þar sem þeir eru mjög þykkir. Leggið ostsneið ofan á. Smyrjið hamborgarabrauð með hvítlaukssósu. Veljið ykkur meðlæti eftir smekk og raðið ofan á hamborgarabrauðið, t.d. salat, gúrkur, tómata og rauðlauk og mjög gott er að hafa smjörsteikta sveppi líka. Leggið hamborgara ofan á grænmetið og setjið guacamole ofan á, toppið með hamborgarabrauði.
Fleiri uppskriftir
Ribeye
Það er ekkert eins gott og vel eldað ribey, hér ertu með uppskrift af ribey nautalund sem kitlar bragðlaukana.
Hakk og spagettí
Við kynnum fyrsta flokks íslenskt nautakjöt frá Íslandsnauti – fullkomnað með dásamlegri spagettí uppskrift Íslandsnaut býður aðeins fyrsta flokks íslenskt nautakjöt.
Smash style borgari
Smash hamborgarar hafa notið mikilla vinsælda og bjóða upp á bragðmikla útgáfu af hefðbundnum hamborgara.