Til baka
Marineraður borgari
Hráefnið fyrir 4
4 120 gr Íslandsnaut hamborgarar
50 ml Plum Sauce frá Blue Dragon
50 ml Spare Rib Sauce frá Blue Dragon
2 hvítlauksgeirar
4 stk hamborgarabrauð
1 stk Límóna (safinn kreistur úr)
1 msk púðursykur
4 msk olía
1 stk rautt chili-aldin
Mexíkó-ostur
Guacamole
Kál
Tómatar, skornir í sneiðar
Aðferðin
Maukið Blue Dragon-sósur, hvítlauk, límónusafa, púðursykur, olíu og chili-aldin saman í matvinnsluvél eða með töfrasprota. Marínerið hamborgara upp úr blöndunni í 2-4 klst., geymið í kæli á meðan. Grillið hamborgarana, setjið ost ofan á eftir að búið er að snúa þeim við einu sinni og berið fram í hamborgarabrauði með guacamole, káli og tómötum eða öllu því grænmeti sem þið viljið.
Fleiri uppskriftir
Ribeye
Það er ekkert eins gott og vel eldað ribey, hér ertu með uppskrift af ribey nautalund sem kitlar bragðlaukana.
Hakk og spagettí
Við kynnum fyrsta flokks íslenskt nautakjöt frá Íslandsnauti – fullkomnað með dásamlegri spagettí uppskrift Íslandsnaut býður aðeins fyrsta flokks íslenskt nautakjöt.
Smash style borgari
Smash hamborgarar hafa notið mikilla vinsælda og bjóða upp á bragðmikla útgáfu af hefðbundnum hamborgara.