Til baka
Lúxus-Böddaborgari
Hráefnið fyrir 4
4 175 gr Íslandsnaut hamborgarar
4 stk hamborgarabrauð
4 stk sneið mozzarella-ostur
4 stk egg
2 tsk asía, stöppuð
4 msk ekta bernaise-sósa
8 sneiðar beikon
8 msk sýrður rjómi
Salt
Nýmalaður pipar
Smjörklípa
4 sneiðar rauðlaukur
Aðferðin
Steikið hamborgara á vel heitri pönnu og kryddið með salti og pipar. Steikið borgarann þannig að hann verði „medium rare“ og bætið smjörklípu á pönnuna í lokin, leyfið smjörinu aðeins að brenna til að fá karamellukeim og setjið sneið af mozzarella-osti ofan á kjötið.
Leggið hamborgarann á disk og breiðið álpappír yfir, geymið.
Steikið egg og beikon og búið til bernaise-sósu. Hrærið asíu saman við sýrðan rjóma ásamt salti og pipar.
Raðið rauðlaukssneið ofan á hamborgarabrauð og dreifið bernaise-sósunni og sýrða rjómanum ofan á. Leggið hamborgarann ofan á sósurnar og setjið egg og beikon ofan á. Njótið.
Fleiri uppskriftir
Ribeye
Það er ekkert eins gott og vel eldað ribey, hér ertu með uppskrift af ribey nautalund sem kitlar bragðlaukana.
Hakk og spagettí
Við kynnum fyrsta flokks íslenskt nautakjöt frá Íslandsnauti – fullkomnað með dásamlegri spagettí uppskrift Íslandsnaut býður aðeins fyrsta flokks íslenskt nautakjöt.
Smash style borgari
Smash hamborgarar hafa notið mikilla vinsælda og bjóða upp á bragðmikla útgáfu af hefðbundnum hamborgara.