Til baka
Ilmandi morgungrautur
2 dl tröllahafrar eða lífrænt haframjöl
3 dl vatn
1 tsk kanill
salt af hnífsoddi
ofan á:
lífrænar rúsínur
möndlur og fræ, þurristuð á pönnu
jurtamjólk að eigin vali
Setjið hafra í pott ásamt vatni, kanil og salti.
Suðan er látin koma upp og grauturinn soðinn í 2-3 mín, passið að hræra í annað veifið svo grauturinn brenni ekki.
Á meðan grauturinn sýður má snöggrista möndlur og fræ á pönnu, í u.þ.b. 2 mínútur, eða bara rétt þar til fræin fara að ilma.
Stráið yfir grautinn ásamt rúsínum og hellið uppáhalds mjólkinni ykkar út á.
Fleiri uppskriftir
Ribeye
Það er ekkert eins gott og vel eldað ribey, hér ertu með uppskrift af ribey nautalund sem kitlar bragðlaukana.
Hakk og spagettí
Við kynnum fyrsta flokks íslenskt nautakjöt frá Íslandsnauti – fullkomnað með dásamlegri spagettí uppskrift Íslandsnaut býður aðeins fyrsta flokks íslenskt nautakjöt.
Smash style borgari
Smash hamborgarar hafa notið mikilla vinsælda og bjóða upp á bragðmikla útgáfu af hefðbundnum hamborgara.