Til baka
Hollari Hammari – ítalska, mjóa týpan
Hráefnið fyrir 4
4 stk 120 gr Íslandsnaut hamborgarar
Krydd
Brie-ostur, skorinn í sneiðar
4 stk Fittí bollur
4 msk rautt pestó
1 dós sýrður rjómi
12 stk kirsuberjatómatar, skornir til helminga
Basilíkulauf
Klettakál
Aðferðin
Grillið hamborgara og kryddið með góðu kjötkryddi. Snúið við og leggið ostsneiðar ofan á rétt í lokin. Gætið þess að ofgrilla ekki hamborgarann, hann á að vera rauður að innan. Hitið Fittí bollur á grillinu (sleppið lokinu – tilgangslaus kolvetni). Hrærið rautt pestó saman við sýrðan rjóma og smyrjið á hamborgarabrauðið í stað hamborgarasósu. Raðið tómötum, klettakáli og basilíkulaufum á borgarann og voila! Tær snilld. Hér er búið að spara nóg af hitaeiningum svo þú getir fengið þér eitt rauðvínsglas með.
Fleiri uppskriftir
Ribeye
Það er ekkert eins gott og vel eldað ribey, hér ertu með uppskrift af ribey nautalund sem kitlar bragðlaukana.
Hakk og spagettí
Við kynnum fyrsta flokks íslenskt nautakjöt frá Íslandsnauti – fullkomnað með dásamlegri spagettí uppskrift Íslandsnaut býður aðeins fyrsta flokks íslenskt nautakjöt.
Smash style borgari
Smash hamborgarar hafa notið mikilla vinsælda og bjóða upp á bragðmikla útgáfu af hefðbundnum hamborgara.