Til baka

Ferskasti borgarinn

Hráefnið fyrir 4


500 gr Íslandsnaut nautahakk

100 gr brauðraspur

1 stk hvítlauksgeiri, marður

3 msk teriyaki-sósa

1 msk Dijon-sinnep

Salt

Nýmalaður Pipar

4 stk hamborgarabrauð

1/2 stk laukur, skorinn í sneiðar

1/2 stk paprika, kjarnhreinsuð og skorin í snieðar

Engifer- og hvítlauksdressing

Aðferðin

Hamborgarabuff: Blandið öllu saman og mótið borgara, u.þ.b. 150 g, úr blöndunni. Steikið borgarana á vel heitri pönnu upp úr svolítilli olíu í 3-4 mín. á hvorri hlið.

Samsetning: Ristið laukhringi á pönnu og setjið á hamborgarabrauð ásamt paprikusneiðum. Leggið borgara ofan á grænmetið og toppið með engifer- og hvítlauksdressingu og brauði. Berið fram með blönduðu, grænu salati, tómötum, gúrku og ferskri basilíku ásamt engifer- og hvítlauksdressingunni.

Þú finnur vörurnar okkar í búðum
Þú finnur vörurnar okkar í búðum
Þú finnur vörurnar okkar í búðum