Til baka
Ekta heitt súkkulaði
Ekta heitt súkkulaði er dásamlegt með piparkökum eða smákökum í skammdeginu og jólaundirbúningnum. Í þessa uppskrift notum við dökkt 71% súkkulaði sem gefur ríkulegt súkkulaðibragð, en hefur minna hlutfall sykurs en hefðbundið bökunarsúkkulaði og er því hóflega sætt á bragðið. Þeir sem vilja vegan kakó nota vegan rjóma, t.d. hafrarjóma, þeytta kókosmjólk eða annan jurtarjóma.
100g dökkt súkkulaði (71%)
6 dl mjólk að eigin vali, t.d. haframjólk
hafrarjómi eða kókosmjólk til að þeyta
(eða rjómi að eigin vali)
Saxið súkkulaðið niður og setjið í pott ásamt 1 dl haframjólk. Hitið við vægan hita og hrærið í á meðan súkkulaðið bráðnar. Hellið restinni af mjólkinni út í og hitið. Nú er súkkulaðið tilbúið. Ef ykkur finnst það mega vera sætara má hræra 1 tsk af hlynsírópi eða annarri sætu út í. Hellið í glös. Hellið annað hvort smávegis af kaldri haframjólk út í til að kæla, eða setjið ykkar uppáhalds þeytta rjóma út á, t.d. þeyttan hafrarjóma.
Þeytt kókosmjólk er líka vinsæl í vegan góðgæti:
Geymið dós af kókosmjólk inn í ísskáp. Feitari parturinn stífnar og skilst frá þynnri vökvanum. Takið feita hlutann (geymið restina til að nota í matreiðslu, bakstur eða í smoothie) og hrærið hann aðeins upp áður en hann er settur í rjómasprautu með gashylki, eða þeyttur í hrærivél í nokkrar mínútur. Mörgum finnst gott að bragðbæta með vanillu eða smá sykri, það er smekksatriði. Njótið!
Fleiri uppskriftir
Ribeye
Það er ekkert eins gott og vel eldað ribey, hér ertu með uppskrift af ribey nautalund sem kitlar bragðlaukana.
Hakk og spagettí
Við kynnum fyrsta flokks íslenskt nautakjöt frá Íslandsnauti – fullkomnað með dásamlegri spagettí uppskrift Íslandsnaut býður aðeins fyrsta flokks íslenskt nautakjöt.
Smash style borgari
Smash hamborgarar hafa notið mikilla vinsælda og bjóða upp á bragðmikla útgáfu af hefðbundnum hamborgara.