Til baka
Dukkah
Dukkah er hnetu og kryddblanda sem er dásamlegt að strá yfir mat, t.d. salöt, bakað grænmeti og fleira.
2 dl möndlur
1 dl heslihnetur
1 dl pekanhnetur
1 dl sesamfræ
1 dl kókosmjöl
2 msk kóríanderfræ
2 msk cuminfræ
1 msk fennelfræ
2 tsk sjávarsaltflögur
smá nýmalaður pipar
Hitið ofninnn í 170°C.
Setjið hneturnar og sesamfræin í ofnskúffu, dreifið úr þeim og ristið í um 5 mín.
Hrærið í blöndunni og ristið svo áfram í 5 mín.
Takið út og látið kólna.
Þurrristið kókosmjölið á pönnu ásamt kóríander, cumin og fennelfræjunum.
Byrjið á að grófmala hneturnar í matvinnsluvél og setjið síðan restina út í og malið allt saman örlítið fínna, en passið þó að þetta verði ekki að mauki.
Fleiri uppskriftir
Ribeye
Það er ekkert eins gott og vel eldað ribey, hér ertu með uppskrift af ribey nautalund sem kitlar bragðlaukana.
Hakk og spagettí
Við kynnum fyrsta flokks íslenskt nautakjöt frá Íslandsnauti – fullkomnað með dásamlegri spagettí uppskrift Íslandsnaut býður aðeins fyrsta flokks íslenskt nautakjöt.
Smash style borgari
Smash hamborgarar hafa notið mikilla vinsælda og bjóða upp á bragðmikla útgáfu af hefðbundnum hamborgara.