Til baka
Chiagrautur - fyrir vikuna
Þetta er grunnuppskrift að chiagraut sem geymist í 5 daga í kæli. Uppskriftin gefur u.þ.b. 5-6 skammta og því upplagt að útbúa graut sem endist út vikuna. Gott er að bera grautinn fram með söxuðum möndlum, berjum og mjólk að eigin vali.
2 dl chiafræ
6 dl jurtamjólk
(t.d. kókosmjólk og möndlumjólk til helminga)
1 tsk vanilluduft
¼ tsk sjávarsalt
Setjið innihaldsefnin í skál og hrærið saman með skeið, eða hrærið í hrærivél.
Geymið í loftþéttu íláti inni í kæli. Grauturinn geymist í 5 daga ef notuð er jurtamjólk úr fernu, en 3 daga ef notuð er heimagerð jurtamjólk.
Fleiri uppskriftir
Ribeye
Það er ekkert eins gott og vel eldað ribey, hér ertu með uppskrift af ribey nautalund sem kitlar bragðlaukana.
Hakk og spagettí
Við kynnum fyrsta flokks íslenskt nautakjöt frá Íslandsnauti – fullkomnað með dásamlegri spagettí uppskrift Íslandsnaut býður aðeins fyrsta flokks íslenskt nautakjöt.
Smash style borgari
Smash hamborgarar hafa notið mikilla vinsælda og bjóða upp á bragðmikla útgáfu af hefðbundnum hamborgara.