Til baka
Brauð með avókadó og kasjúosti
Ristað súrdeigsbrauð með kasjúosti, avókadó og paprikumauki. Frábært í morgunmat, hádegismat eða í brunch.
Þessi uppskrift er hugsuð fyrir tvo. Það verður afgangur af smurostinum, svo ef þið viljið útbúa brauð fyrir fjóra, þá er nóg að tvöfalda allt nema smurostinn.
2 brauðsneiðar, t.d. gott súrdeigsbrauð
1 avókadó
kasjúhnetusmurostur
grillað paprikumauk
rifinn sítrónubörkur
ferskur kóríander
Kasjúhnetusmurostur:
1 b (2,4 dl) kasjúhnetur, lagðar í bleyti í heitu vatni í korter
60 ml vatn
3 msk sítrónusafi
1 tsk eplaedik
1 msk næringarger
1 msk jalapenjo, eða eftir smekk
½ tsk sjávarsalt
Grillað paprikumauk:
½ krukka grilluð paprika frá Ítalía, fæst í Hagkaup og Bónus
½ af ólífuolíunni í krukkunni
smá salt
smá chili
Byrjið á að útbúa kasjúhnetusmurostinn.
Leggið kasjúhnetur í bleyti í heitu vatni (vatnið á að fljóta yfir), hellið síðan vatninu af eftir korter.
Setjið útbleyttar kasjúhneturnar í blandara ásamt 60 ml vatni og restinni af uppskriftinni og blandið. Tilbúið.
Paprikumauk
Maukið saman ½ krukku af grilluðum paprikum og helminginn af olíunni í krukkunni ásamt salti og chili af hnífsoddi.
Við notum grillaðar paprikur í glerkrukku frá Ítalía merkinu sem fæst í Hagkaup og Bónus.
Ristið brauð, smyrjið kasjúhnetuostinum á brauðið, skerið niður avókadó til að raða á brauðið og berið fram með paprikumaukinu, ferskum kóríander og rifnu sítrónuhýði.
Njótið!
Fleiri uppskriftir
Ribeye
Það er ekkert eins gott og vel eldað ribey, hér ertu með uppskrift af ribey nautalund sem kitlar bragðlaukana.
Hakk og spagettí
Við kynnum fyrsta flokks íslenskt nautakjöt frá Íslandsnauti – fullkomnað með dásamlegri spagettí uppskrift Íslandsnaut býður aðeins fyrsta flokks íslenskt nautakjöt.
Smash style borgari
Smash hamborgarar hafa notið mikilla vinsælda og bjóða upp á bragðmikla útgáfu af hefðbundnum hamborgara.