Til baka
Brauð m bökuðum baunum
2 brauðsneiðar
1 krukka lífrænar bakaðar baunir
1 laukur
1 msk olía
ferskur chilipipar eftir smekk, skorinn í þunnar sneiðar (verða þunnir hringir)
2 tsk tómatpúrra
1 tsk cumin duft
½ tsk reykt paprika
½ tsk sjávarsalt
Kryddjurtamauk:
1 búnt steinselja, grófu stilkarnir skornir af, restin smátt söxuð
2 msk kapers
3 msk sítrónusafi
hýði af 2 sítrónum
2 hvítlauksrif, maukuð
½ tsk chili flögur
1 dl ólífuolía
makkið til með smá sjávarsalti Allt sett í blandara og maukað
Steikið lauk í olíu í 10 mínútur.
Bætið nú ferskum chilipipar út á ásamt tómatpúrru, cumin, reyktri papriku og salti og látið malla í 2-3 mínútur.
Setjið nú bökuðu baunirnar út á og látið malla í 3-4 mínútur, eða þar til baunirnar eru heitar í gegn.
Berið fram á ristuðu brauði með kryddjurtamauki.
Fleiri uppskriftir
Ribeye
Það er ekkert eins gott og vel eldað ribey, hér ertu með uppskrift af ribey nautalund sem kitlar bragðlaukana.
Hakk og spagettí
Við kynnum fyrsta flokks íslenskt nautakjöt frá Íslandsnauti – fullkomnað með dásamlegri spagettí uppskrift Íslandsnaut býður aðeins fyrsta flokks íslenskt nautakjöt.
Smash style borgari
Smash hamborgarar hafa notið mikilla vinsælda og bjóða upp á bragðmikla útgáfu af hefðbundnum hamborgara.