Til baka

Brauð m bökuðum baunum

2 brauðsneiðar

1 krukka lífrænar bakaðar baunir

1 laukur 

1 msk olía

ferskur chilipipar eftir smekk, skorinn í þunnar sneiðar (verða þunnir hringir)

2 tsk tómatpúrra

1 tsk cumin duft

½ tsk reykt paprika

½ tsk sjávarsalt

Kryddjurtamauk:
  • 1 búnt steinselja, grófu stilkarnir skornir af, restin smátt söxuð

  • 2 msk kapers

  • 3 msk sítrónusafi

  • hýði af 2 sítrónum

  • 2 hvítlauksrif, maukuð

  • ½ tsk chili flögur

  • 1 dl ólífuolía

  • makkið til með smá sjávarsalti Allt sett í blandara og maukað

Steikið lauk í olíu í 10 mínútur.

Bætið nú ferskum chilipipar út á ásamt tómatpúrru, cumin, reyktri papriku og salti og látið malla í 2-3 mínútur.

Setjið nú bökuðu baunirnar út á og látið malla í 3-4 mínútur, eða þar til baunirnar eru heitar í gegn.

Berið fram á ristuðu brauði með kryddjurtamauki.

Þú finnur vörurnar okkar í búðum
Þú finnur vörurnar okkar í búðum
Þú finnur vörurnar okkar í búðum