Til baka
Acai eða sólberja skál
Acai skálar eru vinsæll morgunmatur eða létt máltíð.
Himneska hnetusmjörið er dásamlegt út á skálina, ásamt lífrænu haframúslí og ferskum ávöxtum.
2 ½ dl frosin sólber, hindber eða acai mauk
2 bananar, í sneiðum
1 tsk vanilla
1 dl kókosmjólk*
ofan á:
hnetusmjör
haframúslí
ferskir ávextir ef vill
* fyrir rjómakenndari skál er hægt að setja kókosmjólkurdósina inn í ísskáp í smá stund svo þykki hlutinn stífni og nota bara þykka hlutann í uppskriftina.
AÐFERÐ
Setjið kókosmjólk, banana og vanillu í blandara og blandið þar til silkimjúkt.
Hafið blandarann í gangi, takið tappann úr lokinu og setjið sólberin eða acai maukið (sem gott er að skera í litla bita) ofan í nokkur í einu. Þannig nær skálin að verða alveg silkimjúk.
Ef blandarinn ykkar er ekki mjög kröftugur er hægt að setja þetta fyrst í matvinnsluvél og síðan í blandarann. Eða hafa þetta þynnra og setja síðan inn í frysti smá stund svo skálin þykkni.
Setjið maukið í skál og skreytið með hnetusmjöri, ferskum ávöxtum, haframúslí og jafnvel hnetum eða fræjum ef vill.
Njótið!
Fleiri uppskriftir
Ribeye
Það er ekkert eins gott og vel eldað ribey, hér ertu með uppskrift af ribey nautalund sem kitlar bragðlaukana.
Hakk og spagettí
Við kynnum fyrsta flokks íslenskt nautakjöt frá Íslandsnauti – fullkomnað með dásamlegri spagettí uppskrift Íslandsnaut býður aðeins fyrsta flokks íslenskt nautakjöt.
Smash style borgari
Smash hamborgarar hafa notið mikilla vinsælda og bjóða upp á bragðmikla útgáfu af hefðbundnum hamborgara.