Lífræn vottun

Markmið lífrænnar framleiðslu er að rækta matvæli í sátt við umhverfið á hátt sem styður við heilbrigði manna og vistkerfa, og verndar líffræðilegan fjölbreytileika jarðvegar.

Vottanir

Vottunarstofan Tún ehf. hefur endurnýjað vottun fyrir vörur undir vörumerkjunum Himneskt og Ítalía.  Í kjölfar árlegrar úttektar vottunarstofunnar á starfsemi Aðfanga, var staðfest að hún er samkvæmt gildandi vottunarreglum. Vottunin var endurnýjuð þann 29.01.2025  og gildir til 31.12.2026.