Vörumerki og vöruúrval
Innan Ferskra kjötvara er stunduð vöruþróun í samstarfi við íslenska matreiðslumeistara, framleiðendur og verslanir. Má þar nefna ýmsar tegundir af marineringum og kryddum fyrir bæði naut og lamb sem og sósur og súpur sem bera nafnið Íslandssósur og Íslandssúpur.
Allar vörur frá Íslandsnauti eru unnar úr fersku fyrsta flokks íslensku ungnautakjöti frá íslenskum bændum. Kjötið er meðhöndlað og verkað af okkar kjötiðnaðarmeisturum og fagleg vinnubrögð tryggja að gæðin séu ávallt þau bestu.
Allar vörur frá Íslandslambi eru unnar úr fersku eða frosnu lambakjöti frá íslenskum bændum. Kjötið er meðhöndlað og verkað af okkar kjötiðnaðarmeisturum og fagleg vinnubrögð tryggja að gæðin séu ávallt þau bestu.
Íslenskar sósur, framleiddar á Íslandi og þróaðar af íslenskum matreiðslumeisturum með gæði í fyrirrúmi. Við þróun á sósunum var haft til hliðsjónar að hafa þær næringaríkar og ríkar af mjólk, rjóma og smjöri sem gefa þeim silkimjúka áferð og gómsætt bragð. Allt Innihald er úr íslenskum landbúnaðarvörum.
Íslenskar súpur, framleiddar á íslandi og þróaðar af íslenkum matreiðslumeisturum með gæði í fyrirrúmi. Við þróun á súpunum var haft til hliðsjónar að hafa þær næringaríkar og ríkar af mjólk, rjóma og smjöri sem gefa þeim silkimjúka áferð og gómsætt bragð. Allt Innihald er úr íslenskum landbúnaðarvörum.
Allar vörur sem framleiddar eru undir merkjum HEIMA eru gæða vörur á góðu verði. Vörunum er ætlað að vera góður, hollur og ódýr heimilismatur. Vörurnar eru ýmist íslenskar, innfluttar, frosnar eða ferskar og nautakjötið er bæði frá ungnautum eða nautgripakjöt. Allt kjöt HEIMA er komið frá íslenskum bændum eða áreiðanlegum erlendum framleiðendum.
Euroshopper er lágvöruverðs vörumerki sem Aðföng flytja inn og Ferskar kjötvörur framleiða. Framleiðslan er bæði úr innlendu og innfluttu hráefni og pakkað undir merkjum vörumerkisins. Kjörorð Europshopper er ódýrt og góð gæði.