Innan Aðfanga starfar fólk með ólíkan bakgrunn, þekkingu og reynslu en við tökum ávallt vel á móti góðu fólki.
Stefna okkar miðar að því að taka vel á móti fólki og veita því viðeigandi starfsþjálfun. Einnig viljum við stuðla að jákvæðu starfsumhverfi sem skapar góða liðsheild.
Ráðningar og móttaka nýliða
Ráðningar á nýju starfsfólki eru byggðar á hæfni og reynslu umsækjenda. Tekið er tillit til jafnréttissjónarmiða við allar ráðningar og nýliðar fá viðeigandi þjálfun til að geta tekist á við nýtt starf.
Öryggi og heilbrigði
Öryggi og heilbrigði skiptir okkur miklu máli og stjórnendum ber að tryggja að allur aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustað sé í samræmi við nýjustu lög og reglugerðir. Starfsfólki er að sama skapi gert að fara eftir kröfum sem til þeirra eru gerðar hvað varðar öryggi og aðgát í starfi.
Starfsumhverfi
Lögð er áhersla á innri starfsþróun og að allt starfsfólk hafi jöfn tækifæri til að þróast í starfi. Hvers konar mismunun vegna kyns, kynhneigðar eða uppruna er óheimil. Einelti og kynferðisleg áreitni er ekki liðin hjá Aðföngum.
Fjölskylduábyrgð
Leitast er við að hafa gott vinnuskipulag sem skapar jafnvægi á milli starfs og einkalífs
Starfsandi og virðing
Við deilum öll ábyrgð á því að skapa hvetjandi starfsumhverfi sem einkennist af jákvæðum samskiptum og virðingu fyrir samstarfsfólki.