Uppfært: Ráðið hefur verið í starfið
Aðföng leitar að öflugum og framsýnum háskólanema til að starfa með okkur í sumar við verkefni á sviði gæðastjórnunar í vöruhúsum við Skútuvog 7-9 og Korngarða 1. Starfið felur m.a. í sér ferlagreiningu/-skrif, viðhald vörumerkinga, skýrslugerð og samskipti við verslanir, birgja og neytendur.
Ráðningartímabil er frá ca. 23. maí til 26. ágúst – eða eftir nánari samkomulagi. Vinnutími er milli kl 8 og 16 alla virka daga.
Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál og er öllum umsóknum svarað. Umsóknarfrestur er til og með 21. febrúar 2022.
Nánari upplýsingar veitir Baldvin Valgarðsson, í síma 5305645 eða gegnum netfangið baldvin@adfong.is .
/ www.adfong.is / www.vinfong.is / www.himneskt.is / www.ferskar.is /